Pakkhúsið

Vesturgata 6

Í Pakkhúsinu eru að öllu jöfnu þrjár sýningar í gangi í einu, fastasýning um sögu bæjarins, leikfangasýning og þemasýning. Á sýningunni „Þannig var...” er saga Hafnarfjarðar og nágrennis rakin frá landnámi til okkar daga með aðstoð sagnfræðilegra texta, ljósmynda, teikninga, kvikmynda og fjölda muna sem glæða söguna lífi. Þar er hægt að fræðast um þýska og enska tímabilið í sögu bæjarins, verslunarsöguna, útgerðarsöguna, íþróttasöguna, hernámið, kvikmyndahúsin og margt fleira.

Á efstu hæð Pakkhússins er að finna leikfangasýningu safnsins. Sýning þessi, sem hið margverðlaunaða enska sýningafyrirtæki Janvs Ltd hannaði, er sérstaklega ætluð börnum. Á Byggðasafni Hafnarfjarðar er varðveitt stórt safn leikfanga og er hluti þess á sýningunni. Mununum er skipt reglulega út og því er alltaf eitthvað nýtt að sjá á leikfangasýningu Byggðasafnsins.

Í forsal Pakkhússins eru settar upp nýjar þema- og farandsýningar á hverju vori og standa þær sumarlangt. Þeim er ætlað að varpa ljósi á ákveðin tímabil eða atburði í sögu bæjarins og nágrenni hans en þó eru einnig settar upp farandsýningar erlendis frá